Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjahjón á meðal stærstu hluthafa Play

Eignarhaldsfélagið Kóngsbakki bætti umtalsvert við hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu Play í síðasta mánuði. Fyrirtækið sem er í eigu hjónanna Gunnars Örlygssonar og Guðrúnar Hildar Jóhannsdóttur, er núna tólfti stærsti eigandi flugfélagsins með rúmlega tveggja prósenta hlut.

Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins, en þar segir að við lokun markaða í dag sé markaðsvirði hlutar Kóngsbakka um 310 milljónir króna.