Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á ókeypis námskeið í sjálfsvörn

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Taekwondo deild Keflavíkur býður upp á ókeypis sjálfsvarnarnámskeið sunnudaginn 9. desember næstkomandi. Námskeiðið byggist upp á einfaldri og hagnýtri sjálfsvörn í almennum aðstæðum.

Það verða tvær æfingar. Annars vegar verður æfing sem er opinn öllum klukkan 12-14. Svo verður lokuð æfing eingöngu fyrir konur klukkan 15-16:30. Konur eru hvattar til að koma á báðar æfingarnar.
Mæta skal í þægilegum íþróttafatnaði sem má rífa í og taka með sér vatnsbrúsa. Iðkendur eru ekki í skóm á námskeiðinu.

Námskeiðið fer fram í Bardagahöll Reykjanesbæjar við Smiðjuvelli (gamla Metabolic og Danskompaní). https://goo.gl/maps/FMSmRp4UpMK2

Kennarar námskeiðsins eru Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir
Helgi og Rut hafa æft sjálfsvarnaríþróttir í tæpa tvo áratugi og kennt mörg hundruð manns sjálfsvörn og fjöldan allan af sjálfsvarnarnámskeiðum.

Aðgangur er ókeypis en til að áætla fjölda þarf að skrá sig með því að nota tengilinn fyrir ofan.