Nýjast á Local Suðurnes

Fasteignaverð í Reykjanesbæ hækkar hraðar en í Reykjavík

Fast­eigna­verð í Reykjanesbæ hef­ur hækkað mun meira en í Reykja­vík á þessu ári. Fermetraverð á eignum er þó mun hærra í Reykjavík en í Reykjanesbæ, eða um 430 þúsund krónur í Rekjavík á móti um 270 þúsund krónum í Reykjanesbæ.

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans. Rýnt var í gögn Þjóðskrár til þess að bera sam­an hækk­an­ir milli borg­ar og stærri bæja. Sé litið á breyt­ing­una frá 2. árs­fjórðungi 2016 til sama tíma 2017 hækkaði meðal­verð  í Reykja­vík um 23% á meðan það hækkaði um 48% í Reykja­nes­bæ.