Ramsay og Ray Anthony þjálfa GG í 4. deildinni
Lið GG, frá Grindavík, verður með lið í deildarkeppninni í knattspyrnu í fyrsta skipti í áraraðir í sumar, það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu. Liðið sem mun leika í 4. deildinn spilar sinn fyrsta leik í langan tíma á morgun þegar það mætir Þrótti Vogum í æfingaleik.
Liðið ætlar sér greinilega stóra hluti í sumar og hefur fengið þá Scott Ramsey og Ray Anthony Jónsson til að þjálfa liðið en þeir spiluðu báðir með Grindavík um áraraðir og þeir munu nú spreyta sig í þjálfun.
Hinn fertugi Scott kom fyrst til Íslands árið 1997 en hann lék sína síðustu leiki með Grindavík síðastliðið sumar. Ray er 36 ára og hefur leikið lengi með Grindavík en hann á að baki 31 landsleik með landsliði Filippseyja.
Auk þess að þjálfa liðið þá ætla Scott og Ray að spila með GG en félagið verður í samstarfi við lið Grindavíkur.