Nýjast á Local Suðurnes

Pétur Rúðrik þjálfar landsliðin í pílukasti

Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í meistaraflokkum karla og kvenna í pílukasti.

Pétur Rúðrik er þaulreyndur pílukastari og margoft keppt fyrir Íslands hönd. Á vef dart.is segir að Pétur eigi að baki einn Íslandsmeistaratitil í 501 einmenning og einn í tvímenning 501 ásamt fleiri titlum, en hann hefur stundað pílukast frá árinu 2015.