Nýjast á Local Suðurnes

Þrýstingur er að byggjast upp og eðlilegt að ekki sé kominn hiti á ofna

Mikið álag er á hitaveitukerfinu í augnablikinu, en ágætis þrýstingur er í Reykjanesbæ. Lítill þrýstingur er hinsvegar í Vogum og Suðurnesjabæ en ætti að ná jafnvægi á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum en þar á bæ er biðlað til þeirra sem komnir eru með vatn að Nota það sparlega.

Þá segir að eðlillegt sé að ekki sé kominn hiti á ofna og gólfhitakerfi þrátt fyrir heitt vatn sé í krönum á meðan að þrýstingur er að byggjast upp. Gert er ráð fyrir að kerfið nái jafnvægi á morgun.

https://www.hsveitur.is/um-okkur/frettir/stadan-a-heita-vatninu-kl-2200/