Nýjast á Local Suðurnes

Mynd komin á 339 íbúða hverfi – Myndir!

Deiliskipulagstillaga, sem gerir ráð fyrir 339 íbúðum í 5-6 hæða húsum við Hrannargötu 2-4 í Reykjanesbæ, hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Umhverfis- og skipulagsráð veitti heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags, segir í fundargerð. Haldinn var íbúafundur á auglýsingatíma. Tvær athugasemdir bárust. Vegagerðin gerði athugasemd og varaði við að skyggt yrði á ljósmerki vita. Merkið var fært í samráði við Vegagerðina og hafnarstjórn. Vegagerðin staðfesti að breytingin væri fullnægjandi. Andmæli bárust frá nágranna sem varaði við að uppbygging næst þeirra fasteign drægi úr möguleikum uppbyggingar á þeirra lóð. HS Veitur gera athugasemdir við að breyta þarf og bæta veitukerfi fyrir reitinn.

Þá kemur fram í fundargerðinni að HS Veitur þurfi að hanna dreifiveitulagnir til samræmis við kröfur notenda og fjármagna það með sínum til þess ætluðum tekjustofnum í samræmi við þarfir lóðarhafa og landnotkun.