Nýjast á Local Suðurnes

Meistaranemar sýna í Listasafni Reykjanesbæjar

Sýningin Minningar morgundagsins / Memories from tomorrow var opnuð laugardaginn 12. mars síðastliðinn í Listasafni Reykjanesbæjar, en um er að ræða hópsýningu á vegum meistaranema á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Reykjanesbær býður nemum að stýra sýningu í safninu.

Sýningin stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022.