Nýjast á Local Suðurnes

Malbika á fullu við Leiruna á fimmtudag

Fimmtudaginn 11. júní er stefnt á að malbika Garðskagaveg og verður veginum lokað milli Miðnesheiðarvegar og Golfvallar við Leiru. Hjáleið verður um Sandgerðisveg og sett verða upp upplýsingamerki á Garðskagavegi og Hringbraut.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 18:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.