Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir á Sandgerðisvegi á þriðjudag

Stefnt er á að malbika tvo kafla á Sandgerðisvegi á morgun þriðjudag. Hjáleið verður um Garðskagaveg á meðan á framkvæmdum stendur.

Um er að ræða 800m kafla á Sandgerðisvegi á milli Reykjanesbrautar og Miðnesheiðarvegar og 600m kafla við gatnamót hjá Miðnesheiðarvegi.

Sandgerðisvegur og Miðnesheiðarvegur verða lokaðir og hjáleið verður um Garðskagaveg.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 20:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.