Píratar kjósa á ný vegna tæknilegra vandamála – Óska eftir fólki í uppfyllingarsæti
Prófkjöri pírata vegna uppstillingar á lista í Reykjanesbæ lýkur fimmtudaginn 29. mars kl. 12:00, en vegna tæknilegra vandamála verður að kjósa á ný. Allir skráðir Píratar geta greitt atkvæði.
Í tilkynningu á Fésbókarsíðu Pírata er athygli vakin á því að þeir sem þegar höfðu kosið í kosningunni í fyrri viku þurfa að greiða atkvæði aftur þar sem tæknilega var ekki mögulegt að framlengja kosninguna og ný kosning hófst þess í stað.
Í tilkynningunni segir einnig að um sé að ræða æsispennandi prófkjör og kandídatarnir fimm séu hver öðrum betri. Endilega farið á https://x.piratar.is/polity/1/election/68 og kjósið þá sem ykkur lýst best á því þannig virkar lýðræðið best.
Þegar niðurstaða prófkjörs verður tilbúin röðum við amk 6 pírötum neðan á listann til að fylla upp í nauðsynlegan fjölda sem þarf að vera á milli 11 og 22 fulltrúar.
Ef þú ert með lögheimili í Reykjanesbæ og vilt vera með á framboðslista pírata í bænum sendu þá póst á sudurnes@piratar.is og við röðum þér í uppfyllingarsæti á listanum.