Nýjast á Local Suðurnes

Þór og Týr lögðust við bryggju í Keflavík – Myndir!

Tvö af íslensku varðskipunum, Þór og Týr lögðust við bryggju í Keflavík á dögunum, en sjaldgæft er að tvö varðskip stoppi á Suðurnesjum á sama tíma. Heimsóknin var einnig athyglisverð að því leiti að skipherrann, Sigurður Steinar Ketilsson er að kveðja eftir 50 ára starf sem skipherra. Sigurður Steinar er Keflvíkingur og þess vegna hefur þetta passað vel, segir á vefnum skipamyndir.is.

Myndina hér fyrir ofan tók ljósmyndarinn og skipaáhugamaðurinn Emil Páll Jónsson af skipunum tveimur við bryggju í Keflavíkurhöfn, en fleiri myndir af skipunum má sjá hér og þá heldur Emil Páll úti vinsælli Facebook síðu þar sem finna má þúsundir mynda af skipum og bátum af hinum ýmsu stærðum og gerðum.