Nýjast á Local Suðurnes

Mikið af áhugaverðum stöðum á Reykjanesi

Ferðamálastofa opnar nýjan kortavef

Ferðamálastofa hefur opnað nýjan vef sem byggist upp á korti sem sýnir áhugaverða staði á landinu auk þess sem stutt lýsing er á vefnum um hvern stað, áhugaverðir staðir á kortinu eru annarsvegar merktir með rauðum hring og eru þá taldir sérlega áhugaverðir og hins vegar með gulum og eru þeir sagðir hafa miðlungs aðdráttarafl.

350 manns áttu þátt í matinu en það var gert í fyrrasumar. Sveitarfélög og hagsmunaaðilar tilnefndu samráðsfulltrúa sem komu að skráningu, mati og yfirferð upplýsinga. Fulltrúar áttu meðal annars að meta aðgengi og aðdráttarafl staðanna og benda á staði sem ekki voru þegar skráðir.

Meðal þeirraa staðað á Reykjanesi sem eru taldir sérlega áhugaverðir eru Bláa lónið, Gunnuhver, Reykjanesviti og Hvalsneskirkja en til staða sem hafa miðlungs aðdráttarafl teljast meðal annars Sandgerðishöfn, Vogastapi og Landnámsdýragarðurinn.

Víkingaheimar

Víkingaheimar komast ekki á kortið en Landnámsdýragarðurinn sem er á sama stað telst miðlungs áhugaverður

Vefurinn er fyrst og fremst ætlaður til stefnumótunar og skipulagsvinnu innan ferðaþjónustu. Hann er ekki hefðbundinn ferðavefur. Á vefnum segir: „Núverandi viðmót er því aðeins fyrsta útgáfa og er þeim sem vilja koma með ábendingar eða leiðréttingar bent á að hafa samband með því að senda póst á netfangið kortlagning@ferdamalastofa.is.”