Nýjast á Local Suðurnes

Heitavatnslaust verður á öllum Suðurnesjum 11. október vegna bilunar í stofnlögn

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitu þarf að taka vatnið af miðvikudaginn 11. október kl. 16:00. Lokað verður fyrir vatnið fram eftir nóttu eða þangað til viðgerð líkur (aðfararnótt fimmtudagsins).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum, en hægt er að fylgjast með framvindu mála á heimasíðu fyrirtækisins auk þess sem tilkynningar verða birtar á Facebook-síðu HS-Veitna.

Eftirfarandi staðir verða heitavatnslausir.
Reykjanesbær
Garður
Sandgerði
Sveitarfélagið Vogar
Flugstöðvarsvæði