Framkvæmdum við 1200 metra Mike lokið
Ístak lauk nýverið við verkið Mike á Keflavíkurflugvelli fyrir Isavia, en um er að ræða akbraut sem tengir saman flughlað flugstöðvarinnar og flugbraut.
Akbrautin er fyrsta viðbót Isavia við flugbrautarkerfið en allar aðrar viðbætur voru lagðar af NATO eða Bandaríkjaher.
Akbrautin er engin smásmíði þar sem hún er 1200 metra löng og 35 metrar á breidd. Til samanburðar myndi malbikið duga til að malbika 35 fótboltavelli. Kostnaður við akbrautina eru tæpir 4 milljarðar króna. Framkvæmdir við Mike hófust árið 2022 en þeim lauk í sumarbyrjun 2023. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta flæði og auka öryggi flugbrautakerfisins.
Fyrsta flugvélin sem ók eftir Mike var Fagradalsfjall, vél af gerðinni Boeing 737-Max-8 vél frá Icelandair sem var á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til Oslóar.