Nýjast á Local Suðurnes

Ein stærsta lúxussnekkja heims liggur við festar í Reykjanesbæ

Snekkjan A, í eigu rússnesks milljarðarmærings, liggur nú við festar rétt utan við smábátahöfnina í Gróf. Snekkjan er ein stærsta lúxussnekkja í heimi og hefur verið hér við land undanfarnar vikur.

Andrey Igorevich Melnichenko, 49 ára rússneskur milljarðamæringur, er eigandi snekkjunnar. Hún var afhent í Nobiskrug skipasmíðastöðinni í Kiel vorið 2017. Snekkjan er tæplega 143 metra löng og 25 metra breið. Möstrin eru þrjú og skaga í nærri 100 metra hæð, samkvæmt vef RÚV.