Nýjast á Local Suðurnes

Nýjasta Airbus A350-1000 lenti á Keflavíkurflugvelli – Sjáðu myndirnar!

Nýjasta flugvélin í flota Airbus, A350-1000, lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, stoppið var stutt, en tekið var eldsneyti á vélina og henni flogið áfram vestur um haf. Aðeins hafa verið framleiddar þrjár vélar af þessari tegund, en þær eru í tilraunaflugi víða um heim um þessar mundir.

Airbus A350-1000, sem knúin er af Rolls-Royce Trent XWB vélum hefur 14.800 km. flugdrægni, vélin er 74 metra löng og getur tekið 369 farþega, en til samanburðar hafa Boeing 757-200 flugvélar Icelandair 7.222 km flugdrægni og eru 47 metra langar, eins og sjá má í samanburðartöflu hér fyrir neðan.

Airbus A350-1000 á Keflavíkurflugvelli

Mynd: Airbus

Mynd: Airbus

 

Mynd: Airbus

Mynd: Airbus