Nýjast á Local Suðurnes

Birta fyrstu myndirnar af gosinu

Eldgos hófst rétt norðvestur af Litla Hrúti um kl. 16:40, náttúruvársérfræðingar á vakt fylgdust með óróaaukningu sem hófst um 16:20. Talið er að sprungan sé um 200 metra löng og má sjá kvikustróka stíga þar upp úr. Vísindamenn Veðurstofunnar eru á svæðinu við mælingar.

Gangan að gosinu er löng og landslagið krefjandi, við hvetjum fólk til þess að bíða átekta og fylgja fyrirmælum Almannavarna, segir á Facebook-síðu Veðurstofu.