Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már með sigurkörfuna á síðustu sekúndu eftir tvær framlengingar

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að sýna hversu mikilvægur hann er liði sínu, Barry, í bandaríska háskólakörfuboltanum, en kappinn gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu, sem tryggði liðinu sigur á Eckert háskóla, 97-95, eftir tvíframlengdan leik.

Elvar skoraði 14 stig í leiknum gegn Eckert og gaf 12 stoðsendingar, en þetta er í fjórða skiptið á tímabilinu sem Elvar nær tvöfaldri tvennu. Barry er sem stendur í efsta sæti í sínum riðli í háskólaboltanum.