Nýjast á Local Suðurnes

Vilhjálmur leikur með Njarðvík út tímabilið

Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur samið við Njarðvík um að leika með liðinu út leiktíðina í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Vilhjálmur kemur frá ÍR en hann var með 4,7 stig og 2,6 fráköst að meðaltali í leik með ÍR á fyrri hluta Dominos-deildarinnar.

Vilhjálmur verður löglegur með Njarðvík strax í næstu umferð þegar Snæfell kemur í heimsókn í Ljónagryfjuna þann 13. janúar næstkomandi.