Nýjast á Local Suðurnes

Fyrirliðinn fær ekki nýjan samning – “þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar”

Grindvíkingar hafa ákveðið að framlengja ekki samningi sínum við knattspyrnumanninn Ásgeir Þór Ingólfsson, en þessi 26 ára gamli leikmaður var á tímabili fyrirliði liðsins. Það er Fóbolti.net sem greinir frá þessu. Grindvíkingar komust sem kunnugt er upp í Pepsí-deildinni á síðasta tímabili.

„Ég fékk þau skilaboð að ekki yrði samið við mig aftur. Það er bara eins og gengur og gerist í boltanum en þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar,” sagði Ásgeir við Fótbolta.net.

Ásgeir hefur spilað á kanti, miðju og í bakverði á ferli sínum, en hann lék 13 leiki þegar Grindavík fór upp úr Inkasso-deildinni á nýliðnu tímabili.