Nýjast á Local Suðurnes

Hefja framkvæmdir við leikskóla á Ásbrú – Húsnæðið gjöf frá fasteignafélögum

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á dögunum að hefja framkvæmdir við leikskóla á Ásbrú. Húsnæðið sem nýtt verður undir hinn nýja leikskóla er að Skógarbraut 932, en það voru Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú íbúðir sem færðu Reykjanesbæ húsnæðið að gjöf.

Verkið verður boðið út í samstarfi við Ríkiskaup og er fólgið í breytingu á núverandi húsi í leikskóla. Núverandi innra skipulagi verður breytt, veggir, loftaklæðningar, loftræstikerfi, hreinlætistæki rifið og fargað. Þá verða lagnir endurnýjaðar, skipt verður um loft, gólfefni, raflagnir og ljós auk endurbóta utanhúss.

Samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði Reykjanesbæjar er áætlaður heildarkostnaður við breytingarnar um 380 milljónir króna.