Nýjast á Local Suðurnes

Sundhöll hefur hvorki listrænt gildi né umhverfisgildi – Vinna úttekt á tæknilegu ástandi

Minjastofnun Íslands hefur óskað eftir því eftir að húsafriðunarnefnd leggi sjálfstætt mat á varðveislugildi Sundhallar Keflavíkur við Framnesveg 9, Reykjanesbæ. Jafnframt er óskað álits nefndarinnar á því hvort rétt sé að leggja til friðlýsingu hússins ef ekki reynist unnt að tryggja varðveislu þess í deiliskipulagi.

Nefndin leggur til við Minjastofnun að unnið verði ítarlegt varðveislumat og hluti af því mati verði heildarúttekt á tæknilegu ástandi hússins, framkvæmd af fagmönnum. Jafnframt verði unnin frumkostnaðaráætlun um viðgerð á húsinu. Kostnaður við gerð úttektarinnar verði greiddur úr húsafriðunarsjóði. Nefndin telur rétt að á grundvelli þessarar úttektar verði tekin ákvörðun um hvort húsið verði friðlýst.

Greinargerð um varðveislumat er lokið og er lögð fram þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að byggingin hefur í núverandi ástandi ekkert listrænt gildi, takmarkað umhverfisgildi en vegna forsögunnar er lokaniðurstaðan sú að byggingin hefur átt verndargildi.