Nýjast á Local Suðurnes

Skemmtilegur símaleikur á Safnahelgi

Gestir Safnahelgar á Suðurnesjum eru hvattir til að heimsækja öll byggðarlögin á Suðurnesjum og sjá hvað þau hafa upp á að bjóða á Safnahelginni.

Á þeirri ferð er fólki boðið að spila skemmtilegan leik sem er í senn einfaldur og fræðandi fyrir alla fjölskylduna, en með appinu TurfHunt er hægt að heimsækja tíu úrvals staði á Suðurnesjum með símtæki í hönd.

Alla dagskránna má kynna sér á www.safnahelgi.is