Nýjast á Local Suðurnes

Stefnt að því að setja upp varahitaveitu á Fitjum

Stefnt er að því að end­ur­vekja lág­hita­hol­ur með 70 til 100 gráða heitu vatni á Fitj­um í Reykja­nes­bæ, í ná­grenni við spennistöð HS Veitna þar, með það fyr­ir aug­um að koma upp eins kon­ar vara­hita­veitu.

Frá þessu grein­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„HS Orka, Ísor og HS Veit­ur eru að rann­saka og und­ir­búa og kanna svæði sem var áður þekkt og var lág­hita­svæði í kring­um 1970,“ seg­ir bæj­ar­stjóri. „Þetta er miklu nær okk­ur en Svartsengi […] og við bind­um mikl­ar von­ir við að þarna verði hægt að koma upp vara­hita­veitu sem alla vega ætti að geta annað ein­hverju ef þetta ger­ist aft­ur,“ held­ur Kjart­an áfram og vís­ar til heita­vatns­leys­is Suður­nesja­búa í kjöl­far rofs Njarðvíkuræðar í gos­inu.

Ekk­ert sé þó ljóst um það hvenær hol­ur þess­ar verði komn­ar í gagnið ef af verður, segir í umfjöllun Morgunblaðsins.