Nýjast á Local Suðurnes

Um 3.000 undirskriftir hafa safnast gegn borunum í Eldvörpum – Söfnunin enn í gangi

Tæplega 3.000 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun þar sem borunum HS Orku í Eldvörpum er mótmælt, undirskriftasöfnunin var sett af stað um miðjan desember. Aðstandendur söfnunrinnar stefna að því að ná 10 þúsund undirskriftum, áður en listinn verður færður HS Orku og Grindavíkurbæ sem  samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins síðastliðið haust.

Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auki að geyma söguleg verðmæti.

Stefnt var að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar síðastliðinn en fram kom í máli aðstandenda söfnunarinnar að mögulegt væri að undirskriftum yrði safnað lengur ef vel gengi, söfnunin er enn í gangi á vef avaaz.org, en ekki náðist í þá aðila sem standa að söfnuninni til að fá upplýsingar um hversu lengi hún muni standa yfir.

Fyrirhuguð stækkun á núverandi borplani er gefin til kynna með brotinni  svartri línu. Nærliggjandi gígar eru afmarkaðir með rauðum lit en á myndinni má einnig sjá helli sem telst til fornleifa og fundarstað sjaldgæfra háplöntutegunda. Afmörkun borplansins tekur mið af nærumhverfinu.

Fyrirhuguð stækkun á núverandi borplani er gefin til kynna með brotinni
svartri línu. Nærliggjandi gígar eru afmarkaðir með rauðum lit en á myndinni má einnig sjá helli sem telst til fornleifa og fundarstað sjaldgæfra háplöntutegunda. Afmörkun borplansins tekur mið af nærumhverfinu.

Líklegt að framkvæmdir hefjist á þessu ári

Fram­kvæmd­ar­leyfið sem Grinda­vík veitti HS Orku síðastliðið haust gild­ir í eitt ár og því verður að teljast lík­legt að fram­kvæmd­ir hefj­ist inn­an þess tímaramma. Tveir staðir koma helst til greina, sem borstaðir, en á öðrum staðnum er nú þegar bor­pall­ur. Ekki mun þó vera óal­gengt að fram­kvæmda­leyfum sem þessum sé fram­lengt og þó líklegt sé að framkvæmdir hefjist á þessu ári þarf það ekki að vera.

Fram kom í máli Ásgeirs Mar­geirs­sonar á vef mbl.is í janúar síðastliðnum að í heild væri áætlað að til­rauna­bor­an­irn­ar geti orðið allt að fimm tals­ins, en í fram­hald­inu gæti tekið við virkj­un svæðis­ins. End­an­leg ákvörðun verður þó ekki tek­in um það fyrr en niður­stöður rann­sókna liggja fyr­ir.