Nýjast á Local Suðurnes

Von á niðurstöðum mælinga – Umhverfisstofnun fundar með USi og sóttvarnalækni

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Von er á niðurstöðum mælinga vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík næsta mánudag, að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings hjá eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.

„Ætlunin er að funda þá með United Silicon og með sóttvarnalækni síðar í vikunni,“ segir Einar í viðtali við Rúv.

Einar segir ekki tímabært að spá fyrir um framhald á starfsemi verksmiðjunnar. „Það ræðst af niðurstöðum mælinga. Við förum yfir þær með okkar ráðgjöfum. Niðurstöður NILU sem við fáum eftir helgi eru mjög mikilvægar.“