David James með Þrótti í kvöld

Fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, David James, er skráður á leikskýrslu hjá Þrótti Vogum sem mætir Selfossi í 2. deildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari Þróttar og James eru miklir vinir.
Samkvæmt fotbolti.net er James skráður í þjálfarateymi liðsins á skýrslu en ekkert hefur verið gefið út um hvort að hann muni starfa með Hermanni í sumar.