Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 90.000 munu sjá Sveindísi leika listir sínar

Rúm­lega 90.000 áhorf­end­ur verða á Camp Nou, heimavelli Barcelona, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfé­lag­ar henn­ar hjá þýska liðinu Wolfs­burg heim­sækja Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í dag.

Barcelona er ríkj­andi Evr­ópu­meist­ari eft­ir sig­ur í úr­slita­leik gegn Chel­sea á síðustu leiktíð. Leik­ur­inn verður í op­inni dag­skrá á Youtu­be-síðu DAZN og flautað til leiks klukk­an 16:45.