Nýjast á Local Suðurnes

Hluti Keflavíkurhverfis verður án rafmagns vegna viðhaldsvinnu

Til stendur að fara í viðhaldsvinnu í dreifistöð HS Veitna á sem stendur við Smáratún þann 7. mars næstkomandi.

Í tilkynningu frá HS Veitum kemur fram að óhjákvæmilegt sé að hluti af fasteignum sem standa við Háteig, Heiðarbraut, Heiðarhorn, Hringbraut, Kirkjuteig, Kirkjuveg, Melteig, Smáratún, Vesturgötu og Vörðubrún verði án rafmagns á meðan vinnu stendur.

Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af á miðnætti 7. mars og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 04:00 þann 8.mars.