Kótilettur til styrktar börnum á Suðurnesjum

Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja verður haldið þann 13. nóvember næstkomandi í Officeraklúb
Veislustjóri verður kynntur síðar en hann er svaðalegur, segir á Facebook-síðu sem hefur verið sett upp í tengslum við skemmtikvöldið en þar kemur einnig fram að nokkrir skemmtilegir aðilar muni stíga á stokk um kvöldið.
Það er Sigvaldi Arnar Lárusson sem skipuleggur viðburðinn en hann hefur látið sig málefni barna varða, meðal annars með því að ganga frá Keflavík til Hofsóss í sumar, en á þeirri göngu safnaði Sigvaldi rúmum tveimur milljónum króna sem runnu til Umhyggju.
Sigvaldi sagði í samtali við Local Suðurnes að hann vonaðist eftir fjölmenni á skemmtikvöldið enda yrði mikið í það lagt. “Svo spillir ekki fyrir að það séu kótilettur á boðstólnum, enda er það með betri mat í heimi.” sagði Sigvaldi.
Miðaverð á skemmtikvöldið er litlar 6.000.-kr og innifalið í verðinu eru kótilettur eins og þú getur í þig látið, meðlæti og 2 stórir svellkaldir og gulllitaðir. Eins og fyrr segir þá mun allur ágóði af kvöldinu renna til málefna barna á Suðurnesjum. Auk skemmtiatriða og kótiletta verður boðið upp á happadrætti með veglegum vinningum, þeir miðar verða seldir á staðnum.
Tilvalið er fyrir vina- og vinnustaðahópa að fjölmenna á þennan viðburð. Boðið verður upp á sætaferðir frá Hópferðum Sævars frá Offanum og í gegnum Reykjanesbæ kl 01:00.
Allar nánari upplýsingar gefnar á netfanginu kotilettuklubbur@gmail.com eða í síma 854 0401.