Nýjast á Local Suðurnes

Mikil aukning á skipaumferð um Helguvíkurhöfn

Miðvikudaginn 29. mars síðastliðinn kom nítjánda frakstkipið til Helguvíkurkafnar á þessu ári. Er það umtalsverð aukning í skipakomu frá því sem hefur verið undanfarin ár, en undanfarin fjögur ár hafa á sama tíma komið í Helguvíkurhöfn að meðaltali 10 skip.

Er þetta til marks um þau auknu umsvif sem fylgja atvinnuuppbyggingu í Helguvík, en einnig má rekja þetta til þeirra framkvæmda sem eiga sér stað á Keflavíkurflugvelli. Skipið sem kom á miðvikudag er rúmlega 14 þúsund BT malarflutningarskip, en það er að koma með efni í tengslum við endurbætur á flugbrautum flugvallarins. Hér er um einstaklega öflugt skip að ræða til slíkra flutninga en það er með sérstökum losunarbúnaði á slíku efni.