Nýjast á Local Suðurnes

Sigmenn á leið ofan í sprunguna

Svokallaður undanfararhópur frá Landsbjörgu hefur bæst í hóp björgunarsveitarfólks í Grindavík, sem leitar manns sem talið er að fallið hafi í sprungu rétt fyrir hádegi í dag. Um er að ræða vana fjallabjörgunarmenn sem muni nú láta sig síga niður í sprunguna til þess að leita ofan í henni.

Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi.is, þá kom fram í máli hans að allt bendi til þess að maðurinn sé ofan í sprungunni en að björgunarsveitir kembi þó svæðið í kringum sprunguna líka. Um fimmtíu manns eru við leitarstörf á svæðinu.