Nýjast á Local Suðurnes

Danski skatturinn lýsir eftir eigendum sparifjár – Suðurnesjafólk á listanum!

Danski skatturinn auglýsir eftir eigendum sparifjár sem ekki hefur verið vitjað í nokkurn tíma, fyrir hönd nokkura bankastofnana, en meðal annars er um að ræða Nordea, Jyske Bank og Nykredit. Erfitt hefur reynst að ná í eigendur fjársins þar sem margir eru fluttir af landi brott, eða ekki hefur tekist að keyra saman kennitölur við nöfn. Um er að ræða bankareikninga sem ekki hafa verið hreyfðir í tvö ár eða meira.

Suðurnes.net hefur fengið ábendingar um að nokkrir Suðurnesjamenn, sem búið hafa í Danmörku hafi átt fé á slíkum reikningum og því er rétt að benda fólki á að skoða málið, en það má gera hér, með því að slá inn nafn sitt neðst í frétt TV2 af málinu – Þá má lesa meira um málið á heimasíðu danskra skattayfirvalda.