Nýjast á Local Suðurnes

Keppa í Backhold á Ljósanótt

Júdódeild UMFN mun standa fyrir Ljósanæturmóti í svokölluðu backhold, laugardaginn 3. september næstkomandi. Backhold er skemmtileg íþrótt sem snýst um að fá andstæðinginn til þess að snerta jörðina með líkamsparti sem staðsettur er fyrir ofan hné og/eða missa grip. Keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi þar sem þrjár lotur verða í hverri viðureign og sá vinnur sem sigrar tvær.

Keppt verður í öllum þyngdarflokkum, ef næg þátttaka fæst og er leyfilegt keppa eins marga þyngdarflokka upp fyrir sig og fólk vill. Þyngdarflokkar eru -60, -73, -81, -90, -100 og +100 í karlaflokki. Í kvennaflokki verða flokkarnir aftur á móti -54, -57, -63 og 60+.

Mótsgjaldið eru litlar 500 krónur og skiptist það á milli sigurvegara í hverjum flokki – Skráning fer fram kl. 14-17 á keppnisdegi fyrir aftan tjald judódeildar UMFN. Allir geta tekið þátt.