Nýjast á Local Suðurnes

Jólatónleikar Kórs Grindavíkurkirkju á fimmtudag

Jólatónleikar Kórs Grindavíkurkirkju verða fimmtudaginn 3. desember kl. 20:00. Þessir árvissu jólatónleikar kórsins eru orðnir hluti af jólaundirbúningi margra Grindvíkinga. Kórinn flytur jólalög úr ýmsum áttum sem flest eru vel þekkt en á efnisskrá kórsins má einnig finna jólalög sem sjaldan heyrast.

Það er tilvalið að taka frá stund í Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 20 og njóta þess að hlusta á lifandi flutning úrvals jólalaga. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.