Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingum frjálst að dvelja í bænum á eigin ábyrgð

Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hefur tekið þá ákvörðun að heim­ila Grind­vík­ing­um og þeim sem starfa Í Grinda­vík að dvelja og starfa í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn með vitn­eskju um neðan­greint:

  • Íbúar og starfs­menn fari inn í bæ­inn á eig­in ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eig­in at­höfn­um eða at­hafna­leysi. Lög­reglu­stjóri tek­ur skýrt fram að Grinda­vík er ekki staður fyr­ir barna­fólk eða börn að leik. Þar eru ekki starf­rækt­ir skól­ar og innviðir eru í lamasessi. Stofn­lögn heita­vatns til bæj­ar­ins lek­ur, að því er talið er und­ir hrauni, en leitað er bil­un­ar. Það eru til­mæli til fólks að ekki sé hróflað við still­ing­um heita­vatns í hús­um. Kalt vatn er ekki komið á og því ekk­ert neyslu­vatn. Aðstæður eru því aðrar en þær sem telja má boðleg­ar fyr­ir bú­setu í hús­um.
  • Jarðsprung­ur eru víða í og við bæ­inn og sprung­ur geta opn­ast án fyr­ir­fara. Hætta er met­in tölu­verð á jarðfalli ofan í sprung­ur og sprungu­hreyf­ing­um. Mót­vægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem fel­ast m.a. í kort­lagn­ingu, jarðkönn­un, jarðsjár­mæl­ing­um og sjónskoðun.
  • Opin svæði í og við Grinda­vík hafa ekki verið skoðuð sér­stak­lega. Fólk haldi sig við gang­stétt­ir og göt­ur bæj­ar­ins og forðist að fara út á lóðir og önn­ur opin svæði.
  • Grinda­vík er lokuð öll­um öðrum en íbú­um bæj­ar­ins, starfs­mönn­um fyr­ir­tækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa.

Enn eru hætt­ur á svæðinu í kjöl­far eld­goss við Stóra Skóg­fell og aðstæður inn­an og utan hættu­svæða geta breyst með litl­um fyr­ir­vara. Þá geta hætt­ur leynst utan merktra svæða. Land rís í Svartsengi, seg­ir í til­kynn­ingu.