Nýjast á Local Suðurnes

Reyndu að ganga að flugstöð til að ná flugi – Lögregla biðlar til fólks að fara ekki illa búið á ferðina

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Aðilar sem telja sig hafa verið að missa af flugi hafa tekið upp á því að ganga upp í flugstöð til að ná flugi sínu. Engin flug eru um þessar mundir frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs.

Töluverð hætta steðjar að þessum einstaklingum og var þeim komið í var í bifreiðum sem sitja fastar á Reykjanesbraut, að flugstöð. Í tilkynningu lögreglu er þeim vegfarendum sem aðstoðuðu við að koma þessum aðilum í var þakkað kærlega.

Þá biðlar lögregla á ný til fólks að hætta sér ekki út í þetta óveður illa til búin.