Nýjast á Local Suðurnes

Keilir vill kenna löggum – Góð aðstaða fyrir verklega kennslu

Keilir í samstarfi við Háskóla Íslands telur sig vera í stakk búinn til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi, sem leysir þá Lögregluskólann af hólmi næsta haust. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis segir að þar sem skólinn hefur ekki rekstrarleyfi sem háskóli gerðu þeir það í samstarfi við Háskóla Íslands, sem er stærsti eigandi Keilis. „Háskóli Íslands býður upp á mesta úrvals landsins af bóklegum fögum, og hjá Keili er góð aðstaða fyrir verklega kennslu. Ríkislögreglustjóri hefur meðal annars nýtt aðstöðuna þar töluvert. Þannig að við teljum okkur vel í stakk búin til að taka við þessu námi.“

Auk Keilis eru það Háskólinn í Reykjavík,  Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri sem hafa lýst yfir áhuga á að taka að sér verkefnið en stefnt er að því að frumvarp um breytingar á lögreglunáminu verði afgreitt fyrir lok febrúar.