Nýjast á Local Suðurnes

Vogar vilja ekki vegatolla

Bæj­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins Voga mót­mæl­ir harðlega hugmyndum sam­gönguráðherra, að leggja á vegatolla á stofæðar frá höfuðborgarsvæðin, þar með tail Reykjanesbraut.

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem var samþykkt á fundi bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar í gær. Þar kem­ur fram að mik­il mis­mun­un fel­ist í því ef íbú­ar á Reykja­nesi þurfi að borga vegatolla við það að fara í vinnu en ekki íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins sem vinna á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Það að rukka fólk um tolla sem sæk­ir sína vinnu til að borga skatt til sam­fé­lags­ins er ekki líðandi og geng­ur gegn jafn­ræði íbúa,“ seg­ir meðal annars í álykt­un­inni.