Nýjast á Local Suðurnes

Húsaleiga hefur hækkað mest á Suðurnesjum

Myndin tengis fréttinni ekki beint

Mesta hækkun á húsaleigu á síðastliðnu ári er 25% hækkun tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum, en á Suðurnesjum er einnig mesti munurinn á þriggja herbergja íbúðum og þeim stærstu, eða 28%, en að meðaltali er munurinn á þeim 16% á landsvísu.

Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans, sem gefin var út í morgun, og sýnir glögglega að verð á húsaleigu er á línu við hækkun húsnæðisverð á svæðinu. Kaupverð húsnæðis annars staðar á landinu hefur samkvæmt Hagsjánni hækkað meira en leiguverð.

Í Hagsjánni er einnig tekið fram að töluverðar sveiflur geti orðið á milli mælinga í einstökum mánuðum. Þessar aðstæður eiga ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn.