Nýjast á Local Suðurnes

Áfram skert starfsemi hjá Reykjanesbæ

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Útlit er fyrir að heitt vatn verði ekki komið að fullu á bæinn fyrr en í fyrsta lagi í lok dags á sunnudag, 11. febrúar. Í ljósi þess verður áfram skerðing á þjónustu í starfsemi sveitarfélagsins sem hér segir:

Laugardagur 10. febrúar

• Allar sundlaugar lokaðar

• Íþróttahús lokuð og öllum kappleikjum aflýst

• Starfsemi velferðarsviðs verður með eftirfarandi hætti:

◦ Hefðbundin starfsemi í sérstökum búsetuúrræðum. Suðurgata, Seljudalur og Stapavellir.

◦ Heima- og stuðningsþjónusta verður skert en haldið verður uppi nauðsynlegri þjónustu.

• Félagsmiðstöð / 88 hús – lokað

• Söfn – lokuð

Sunnudagur 11. febrúar

• Allar sundlaugar lokaðar

• Íþróttahús lokuð og öllum kappleikjum aflýst

• Starfsemi velferðarsviðs verður með eftirfarandi hætti:

◦ Hefðbundin starfsemi í sérstökum búsetuúrræðum. Suðurgata, Seljudalur og Stapavellir.

◦ Heima- og stuðningsþjónusta verður skert en haldið verður uppi nauðsynlegri þjónustu.

• Félagsmiðstöð / 88 hús – lokað

• Söfn – lokuð

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar fylgist grannt með gangi mála og mun upplýsa um tilhögun starfsemi á vegum sveitarfélagsins út frá stöðunni hverju sinni. Ef allt gengur að óskum með nýja hjáveitulögn má gera ráð fyrir að starfsemin verði með hefðbundnum hætti á mánudagsmorgun en auðvitað með þeim fyrirvara að nægur hiti verði kominn á starfsstöðvar. Við sjáum fyrir okkur að leggja mat á það í síðasta lagi um hádegisbil á sunnudag. Frekari upplýsingar munu því berast eftir því sem líður á helgina, segir í tilkynningu.