Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnumál á réttri leið

Atvinnuleysi mældist 8,8% í Reykjanesbæ um mánaðarmótin febrúar/mars, en hefur verið í kringum 10% frá því í ágúst á síðasta ári.

Atvinnuleysistölur foru hæst í 24,9% um síðastliðin áramót, þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki og starfsemi Keflavíkurflugvallar var í lágmarki.

Jákvæð áhrif endurheimtar flugfarþega að koma fram og vonir standa til að atvinnuleysi lækki enn frekar í yfirstandandi mánuði, segir í fundargerð menningar- og atvinnumálaráðs Reykjanesbæjar.