Nýjast á Local Suðurnes

Réttindaráð Háaleitisskóla fundaði með bæjarstjóra

Réttindaráð Háaleitisskóla á Ásbrú ræddi við bæjarstjóra Reykjanesbæjar um möguleika á að breyta og bæta umhverfið við Háaleitisskóla. Meðal annars kom upp umræða um hvernig væri hægt að bæta lóðina þannig að hún henti fyrir alla aldurshópa, rætt var um leiðir til að bæta grasið við skólann, vegna aurbleytu (drullu), setja fleiri leiktæki svo sem aparólu, klifurgrind og fleiri tæki. Þá fóru fram umræður um stækkun á fótboltavelli og bætt aðgengi við skólabygginguna.

Þá voru rædd skemmdarverk sem hafa verið unnin á strætóskýlinu sem stendur fyrir utan skólann og var ákveðið að unglingastigið myndi mála það að utan. Málningin sem eftir verður mun seinna vera notuð til þess að mála á gangstéttir og malbik skemmtilega leiki eins og “parís”.

Bæjarstjórn Reykjanebæjar hefur gefið til kynna undanfarið næsti skóli sem byggður verði í sveitarfélaginu verði á Ásbrú.

Bæjarstjórinn tók vel í hugmyndir Réttindaráðsins og mun verða ráðist í framkvæmdir á næstunni. Réttindaráðið hefur undanfarið verið að vinna í að gera skólann og umhverfi hans betra og var umræddur fundur hluti af því verkefni.