Fundu nokkurt magn af kannabisefnum – Húsráðandi reyndi að flýja lögreglu á hlaupum
Lögreglan á Suðurnesjum fann nokkurt magn af kannabisefnum í húsleit sem gerð var í vikunni í íbúðarhúsnæði í umdæminu að fenginni heimild. Húsráðandi hugðist forða sér á hlaupum þegar hann varð lögreglumanna var en einn þeirra hljóp á eftir honum og tókst að stöðva hann. Hann var handtekinn og framvísaði efnunum við svo búið.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.