Nýjast á Local Suðurnes

Safna heimildum um setuliðið á Miðnesheiði

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna nú heimildum um setuliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Á safnahelgi Suðurnesja voru nýjar spurningaskrár þessu tengdar settar í loftið.

Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, og Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands, kynntu verkefnið fyrir gestum Duus safnahúsa um helgina. Á kynningunni kom fram að þeir sem hafa áhuga geta tekið þátt í verkefninu og svarað einni eða fleiri spurningaskrá. Spurningaskrárnar verður hægt að nálgast í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp, í gegnum vefsíðuna hér fyrir neðan:

https://sarpur.is/Spurningaskrar.aspx?View=small.