Nýjast á Local Suðurnes

Fá aðvörun frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Vogum á Vatnsleysuströnd, ásamt tuttugu öðrum sveitarfélögum aðvörun vegna aukinnar skuldsetningar og slæmrar rekstrarstöðu, samkvæmt frétt sem birt er á vef Fréttablaðsins. Ekkert annað sveitarfélag á Suðurnesjum fékk aðvörun frá nefndinni.

Í fréttinni kemur fram að fjárhagsstaða umræddra sveitarfélaga sé æði misjöfn og að sveitarfélagið Vogar sé ekki á meðal þeirra verst settu, þar sem reksturinn er undir þremur eða fleiri lágmarksviðmiðum um skuldastöðu og heilbrigðan rekstur.

Í sumum tilvikum sé um lítilsháttar frávik frá fjárhagsviðmiðum að ræða á meðan fjárhagsvandi annarra sé alvarlegri, segir í svari nefndarinnar til Fréttablaðsins.

Þá segir í svarinu að varhugavert geti því verið að draga of víðtækar ályktanir um fjárhagsvanda allra þeirra sveitarfélaga sem hafi fengið bréf að þessu sinni.