Nýjast á Local Suðurnes

Miklar framkvæmdir framundan við Leifssöð

Nú standa yfir um­fangs­mikl­ar stækk­un­ar­fram­kvæmd­ir í og við flug­stöð Leifs Eiríkssonar. Til stend­ur að stækka flug­stöðina um 5.000 fer­metra til suðurs og 3.000 fer­metra til vest­urs. Þar að auki er verið að stækka komu­sal til aust­urs um 700 fer­metra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá  upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via er gert er ráð fyr­ir því að 5.000 fer­metra bygg­ing til suðurs verði til­bú­in í mars. Hún mun hýsa farþega á leið til og frá lönd­um fyr­ir utan Schengen-svæðið. Bætt verður við sex farþega­hliðum, nýrri ör­ygg­is­leit og rými fyr­ir gesti flug­stöðvar­inn­ar verður stækkað.

Viðbygg­ing­in sem er 3.000 fer­metr­ar stend­ur, eins og áður hef­ur komið fram við vest­urs, beint út frá flug­stöðinni þar sem í dag standa bíla­stæði fyr­ir þá á leið úr landi. Að sögn talsmanns Isavia er ekki kom­in ná­kvæm dag­setn­ing á hvenær fram­kvæmd­ir þar hefjast en gert er ráð fyr­ir að það verði á næstu vik­um.