Nýjast á Local Suðurnes

4.600 fermetra stækkun FLE á að vera tilbúin til notkunnar á næsta ári

Ríkiskaup fyrir hönd Isavia ohf. hefur óskað eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna stækkunar norðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til vesturs.

Verkið felst í jarðvinnu, burðarvirki, þaki, ytri og innri frágangi ásamt tæknikerfum og lóðafrágangi annarsvegar fyrir um 3.700 m2 viðbyggingu til suðvesturs og hinsvegar fyrir um 900m2 viðbyggingu til suðausturs.

Verki skal að fullu lokið 01.07.2016.

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem gerð voru aðgengileg á vef Ríkiskaupa í gær samkvæmt vefsíðunni Byggingar.is,  Þar er einnig tekið fram að tilboðum skuli skila til Ríkiskaupa fyrir 29. september næstkomandi.