33 virtu ekki stöðvunarskyldu við fjölfarin gatnamót á 15 mínútum – Myndband!
Myndband sem tekið var á gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar sýnir aðeins einn ökumann af 34 virða stöðvunarskyldu við gatnamótin, sem eru ein þau hættulegustu við Reykjanesbrautina.
Atli Már Jóhannsson deildi myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, á Facebook-síðu sinni. Í texta sem fylgir myndbandinu sýnir Atli Már fram á þær sektargreiðslur sem slíkum brotum fylgja, en á þessum 15 mínútum hefðu þær numið 495.000 krónum.